Þann 1. maí tók gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðiþjónustu.
Markmiðið með því er að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu.
Í nýju greiðsluþátttökukerfi mun enginn greiða meira en ákveðna hámarksfjárhæð í hverjum mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu. Þessar fjárhæðir eru tilgreindar í nýrri reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.
Frekari upplýsingar um nýja greiðsluþáttökukerfið má finna á heimsíðu sjúkratrygginga: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/greidsluthatttaka/
Related Posts