Læknastöðin er í nýju og glæsilegu húsnæði, þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Aðkoma að byggingunni er til fyrirmyndar og nóg er af bílastæðum. Lyfta gengur frá bílakjallara beint inn í móttöku okkar.

Skjólstæðingum Læknastöðvarinnar býðst að hringja hvenær sem er á opnunartíma stöðvarinnar og leggja inn skilaboð til læknisins sem hringir svo til baka. Þetta fyrirkomulag hefur gefist sérlega vel og felur í sér mikið hagræði fyrir sjúklinga.

Bókunarkerfi Læknastöðvarinnar minnir skjólstæðinga hennar á bókaða tíma með SMS skilaboðum. Enginn ætti því að þurfa að gleyma tímanum sínum.

Vinsamlegast athugið að staðgreiða þarf fyrir læknisþjónustu. Ekki er boðið upp á lánaviðskipti eða greiðsluseðla.