Tilvísanir

Home / Fréttir / Tilvísanir

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um tilvísanakerfi fyrir börn. Reglugerðin tók gildi 1. maí 2017.

Börn yngri en 18 ára, með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni, greiða ekki gjald fyrir komu til sérgreinalæknis. Börn sem sækja þjónustu án tilvísunar greiða hins vegar 30% af kostnaði við þjónustuna þar til greiðslumarki (hámarksgreiðsla innan mánaðar) er náð.

Þó munu börn með umönnunarmat og börn yngri en tveggja ára ekki þurfa  tilvísun, þau fá þjónustu sérgreinalækna endurgjaldslaust.

Related Posts