Persónuverndarstefna Læknastöðvarinnar
Læknastöðin ehf. vinnur með viðkvæm persónugreinanleg gögn um sjúklinga og starfsmenn og vistar í upplýsingakerfum sínum.
Læknastöðin leggur ríka áherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika, örugga og ábyrga meðferð upplýsinga.
Hvaða gögn
Um er að ræða viðkvæm persónugreinanleg gögn um sjúklinga og starfsfólk:
- Sjúkraskár sjúklinga
- Trúnaðargögn um starfsfólk
Heimildir
Læknastöðin vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga og annarra þeirra sem að verkefnum koma.
Hvaða notkun
Gögn og upplýsingar sem Læknastöðin geymir í upplýsingakerfum sínum, eru einungis notuð til að fyrirtækið geti sinnt hlutverki sínu á sem bestan máta og þjónustað og stutt viðskiptavini sína eins og frekast er kostur.
Læknastöðin mun aldrei dreifa persónuupplýsingum til þriðja aðila án heimildar.
Varnir
Öll gögn og vinnslur eru varin þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin, sjá þau og/eða breyta, geta framkvæmt slíkar aðgerðir, aðrir geta ekki skoðað gögnin.
Til staðar er öryggisstefna vegna upplýsingaöryggis. Allar uppflettingar í sjúkraskrár eru skráðar og rekjanlegar.
Afritun
Öll gögn hjá Læknastöðinni eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar.
Réttleiki
Læknastöðin leitast ætíð við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.
Réttur einstaklinga til upplýsinga um vinnslu og aðgangs að eigin persónuupplýsingum
Læknastöðin veitir skjólstæðingum sínum sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem Læknastöðin vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn.
Persónuverndarfulltrúi
Hafir þú fyrirspurn, ábendingu eða kvörtun er varðar vinnslu persónuupplýsinga getur þú sent tölvupóst til persónuverndarfulltrúa Læknastöðvarinnar á netfangið personuvernd@laeknastodin.is